Vefstjóri til leigu – Útvistun

Réttlæta vefumsvif fyrirtækisins vefstjóra í fullu starfi?

Eða er hagkvæmara að útvista verkefnum vefstjóra með það að markmiði að koma vefnum í það horf að það sé hægt að reka hann með lágmarks vinnuframlagi. „Vefstjóri til leigu“ getur verið ráðlegt og heppilegt fyrirkomulag í litlum eða meðalstórum fyrirtækjum þar sem uppfærslur, breytingar og viðhald eru ekki daglegt brauð eða þar sem uppfærsla og frammistaða vefsins eru e.t.v. ekki úrslitaatriði í markaðsstarfi.

Nýr vefur, endurbætur eða verulegar viðbætur á vef kunna að hafa í för með sér tímabundna þörf á sérhæfðum starfskrafti, en réttlæta e.t.v. ekki fastan starfsmann.

Við höfum mikla reynslu í því að hafa reglubundið eftirlit með vefjum og vef-umhverfi viðskiptavina, þar sem þess er gætt að vefurinn sé ætíð fullvirkandi, allar tilvísanir þriðja aðila séu réttar og uppfærðar og að það verði aldrei viðvarandi þjónustufall, óútskýrt hrun í sýnileika eða brestir eða hnökrar á virkni eða notagildi vefsins.

Hvað kostar Vefstjóri til leigu?

Það er algjörlega háð umfangi vefumsvifa og stærð, stöðu, ástandi og markmiðum vefs, en mánaðarlegur tilkostnaður þarf augljóslega að vera undir launakostnaði slíks sérfræðings til að dæmið „meiki sens“. Hafðu samband, við leggjum raunsætt mat á þörfina og gerum síðan tilboð í þjónustuna.