Ólafur Kr. Ólafsson

Ólafur Kr. Ólafsson
Ólafur Kr. Ólafsson

Á yfir fimmtán ára ferli mínum í vefmarkaðssetningu hef ég unnið sem ráðgjafi fyrir hundruð fyrirtækja. Þau hafa jöfnum höndum verið íslensk og erlend og stærðargráðan verið allt frá einyrkjum upp í sum af stærstu fyrirtækjum veraldar. Viðfangsefnin hafa verið ótrúlega margvísleg að stærð, umfangi, dýpt, tímalengd og flækjustigi.  Enda hefur verksviðið spannað nánast allan þann tíma sem internetið hefur verið notað í markaðsskyni. Og eitt af því skemmtilegasta við þennan starfsvettvang er einmitt hve síkvikt starfsumhverfið er.  

Hér fyrir neðan má sjá lítið brot af þeim fyrirtækjum sem ég hef haft ánægju af að þjóna. Nokkur þeirra eru á meðal núverandi viðskiptavina á meðan önnur tilheyra mis-nálægri fortíð en eru þó ætíð ofarlega í huga af ýmsum ástæðum. Ég þurfti jú einhvern tíma að rannsaka starfsumhverfi þeirra ofan í kjölinn og þekki það býsna vel. Sum verkefnin hafa verið þess eðlis að mér er óheimilt að fjalla um þau en önnur er ég til í að ræða endalaust því ástríða mín liggur tvímælalaust í þeim árangri sem ég hef náð fyrir hönd samstarfsaðila minna. Markaðssetning á netinu er endalaust ævintýri, tækifærin eru óþrjótandi og eins og ég þreytist aldrei á að segja…

það er alltaf hægt að ydda blýantinn betur 🙂 Hafðu samband

Hér má finna alls konar ítarefni um mig og jafnvel hafa samskipti við mig líka, oftast sem olikristinn:

Ólafur Kr. Ólafsson á LinkedInÓlafur Kr. Ólafsson á FacebookÓlafur Kr. Ólafsson á FlickrÓlafur Kr. Ólafsson á TwitterÓlafur Kr. Ólafsson á VimeoÓlafur Kr. Ólafsson á YouTubeÓlafur Kr. Ólafsson á Instagram