Starfsmenn

Inntak er ekki flókið fyrirtæki sem stendur. Það er stofnað til að koma á framfæri áratuga reynslu Ólafs sem ráðgjafa á sviði markaðssetningar á netinu. Að jafnaði erum við ekki með nema 3-10 verkefni í gangi hverju sinni, allt eftir stærð og umfangi.

Fastir starfsmenn eru þessir:

Algengt er að við séum í hlutverki verkefnastjóra í litlum sem stórum vef-verkefnum af ýmsu tagi. Í mörgum tilvikum fáum við utanaðkomandi samstarfsaðila sem við treystum fullkomlega til að annast þá þætti sem krefjast sérþekkingar sem við búum ekki yfir, t.d. hönnun, vefforritun eða „native“ færni á þeim tungumálum sem þarf að nota.

Samstarf við Inntak á alltaf að vera námskeið í þeim þáttum sem við tökum að okkur en markmiðið er einnig að bjóða upp á eiginleg námskeið fyrir byrjendur sem lengra komna.