Google reikningar – Umsjón, úttektir, uppfærsla og kennsla

Google býður upp á ótal marga samskiptafleti. Sumir þeirra gefa gullin tækifæri til að dýpka og auka notagildi Google Ads, svo sem Google Tag manager, sem veitir vefstjóra þægilegt og öruggt viðmót til að koma alls kyns „third-party“ kóðum fyrir í vefnum án þess að hafa forritunarkunnáttu. Aðrir, eins og t.d. Google Analytics, og Search Console (áður Webmaster Tools) snúast um að greina og veita bæði dýpri og breiðari yfirsýn yfir umferð að, í og um vefinn okkar og það umhverfi sem hann hrærist í. Þetta hjálpar okkur að hámarka árangurinn af vefumsjón okkar og markaðsframtaki.

Enn aðrar Google þjónustur leyfa okkur að hagræða, stilla og breyta ásýnd fyrirtækis okkar á Google, eins og Google Maps, Google My Business og Google Plus *). Google Mail er svo sér kapítuli sem ekki verður farið út í hér, frekar en Google Alerts, Google Photos, Google Cloud Platform og alla hina ótalmörgu snertifleti sem eru í boði hjá þessum internet-risa.

Það er mismunandi snúið að notfæra sér þessa þjónustuþætti, enda flækjustig sumra meira en annarra. Inntak hefur áratuga reynslu af samstarfi við Google og við kunnum að fóta okkur í þessu síbreytilega og kvika umhverfi.

Við erum vottaður samstarfsaðili Google:

*) Google Plus verður lagt niður í apríl 2019