Vefúttekt á texta vefs, efnistökum, inntaki og framsetningu

Þegar Google, aðrar leitarvélar og aðrir gestir heimsækja vef þinn liggur leiðin um texta og „krækjur“, og það er afar þýðingarmikið að texti vefsins sé vel útfærður og framsettur þannig að bæði notendur og leitarvélar eigi auðvelt með að skilja um hvað málið snýst.

Rétt orðaval og orðalag getur skipt sköpum fyrir markaðssetningu þína og þarf að miðast við að fanga athygli notendanna, en ekki síður leitarvélanna. Við getum aðstoðað við efnisskrif og efnistök sem eru sérstaklega fallin til þess að skora hátt hjá öllum gestum vefsins.

Titlar og fyrirsagnir

Textaskrif fyrir vef lúta öðrum lögmálum en þegar um prent- eða aðra miðla er að ræða og það er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga þá nálgun/tækni sem leitarvélarnar nota til að vega og meta texta. Við getum leiðbeint um hvernig á að skipuleggja framsetningu efnis þannig að leitarvélarnar fái sem mest út úr því. Ef þú ert með vefumsjónarkerfi eða vefverslun er brýnt að sniðmát (template) framreiði textann á sem bestan hátt fyrir leitarvélarnar.

Efni – Innihald – INNTAK

Sjálft efnið er auðvitað aðal málið. „Content is King“ er ein af þeim kennisetningum leitarvélamarkaðssetningar sem hefur aldrei breyst. Með þessu er átt við engar brellur geta komið vef þínum í fremstu röð nema hann geymi vel skrifaðan, gagnlegan texta um áhugavert efni eða lausnir á „vandamálum“ viðskiptavinanna.

Við getum skrifað textann fyrir þig, eða ennþá betra, kennt þínu fólki að skrifa „fyrir leitarvélarnar“. Það seinna kann að vera betri kostur því þið hafið jú besta þekkingu á ykkar eigin rekstri og með því móti verður líka til verðmæt þekking innan fyrirtækisins.