Vefúttekt | Tæknileg / SEO

Tæknileg vefúttekt á þeim þáttum sem hafa þarf í huga við leitarvélamarkaðssetningu snýst að miklu leiti um innviði, eiginleika, möguleika og útfærslu vefs og vefkerfis. Vanhöld á ýmsum þýðingarmiklum þáttum geta takmarkað möguleikana þegar keppt er að sýnileika á leitarvélum.

Sumir þessarra þátta eru algjör grundvallaratriði. Það er eins og þegar maður byggir hús. Ef undirstöðurnar eru veikar er hætt við því að allt fjúki um koll þegar hvessir. Þetta gildir algjörlega um Leitarvélabestun.

Tæknileg vefúttekt tekur til ótal þátta, allt eftir stærð, umfangi, breidd og “flækjustigi” vefsins:

 • Vistun
 • Lén
 • Vefstrúktúr/-arkitektúr
 • URL , snið og útfærsla
 • Snið innihalds
 • Nýting lykilsvæða <title>, meta-description o.s.frv.
 • Kóðun vefs
 • Hraði vefs
 • „Duplicate content“
 • Tungumáls-snið
 • Geo-targeting og persónugreining
 • Aðrir þættir sem hafa áhrif á „indexun“ vefs

Tæknileg leitarvélabestun: Vandamál og möguleikar

Tæknileg leitarvélabestun snýst bæði um að fjarlægja öll þau vandamál sem standa í vegi fyrir árangri… en ekki síður að fullnýta þann styrk og möguleika sem vefurinn þinn býr þegar yfir.

Hverjir þessir þættir eru byggist m.a. á því vefkerfi sem er í notkun. Við höfum yfirgripsmikla reynslu á hinum ýmsu vefkerfum sem eru í boði og höfum skilning á þeim tæknilegu atriðum sem þarf að hafa auga með.
Nauðsynlegt er að fá aðgang að vefgreiningartólum eins og Google Analytics og Google Search Console ef þau hafa þegar verið tekin í notkun.