Markaðssetning á Samfélagsmiðlum

Hvernig á að ná árangri í markaðssetningu á samfélagsmiðlum?

Fyrst er nauðsynlegt að vita hvar markhópurinn okkar heldur til og hafa í huga að það er góð „strategía“ að sinna einum eða tveimur miðlum vel, á sannfærandi hátt, frekar en að reyna að vera alls staðar með hangandi hendi. Ósannfærandi framtak á samfélagsmiðlum getur auðveldlega haft neikvæð áhrif.

Í því samhengi er þýðingarmikið að átta sig á og skilja til hlítar menningu eða „kúltúr“ hinna ólíku markhópa á hinum misjöfnu samfélagsmiðlum. Það sem gengur á Facebook getur misst marks á Twitter og framsetning sem hentar á Instagram kann að virka hjáróma á Pinterest. Á sama hátt þarf þáttaka í samræðu á LinkedIn að vera með allt öðrum áherslum en á Youtube.

Markaðssetning í gegn um samfélagsmiðla er þó oftast hluti af heildaráætlun og fléttast við okkar eigin vef, bæði tæknilega og efnislega. Ef rétt er haldið á spilunum er auðveldlega hægt að láta hina ólíku miðla styðja hvern annann, beint eða óbeint. Árangursrík þáttaka og vel úthugsuð framsetning á samfélagsmiðlum getur haft úrslitaáhrif á sýnileika á leitarvélum og er því oft eitt af mikilvægu þáttunum í leitarvélabestun.

Við höfum sérhæft okkur í að meta og útfæra ofangreinda þætti og höfum um árabil skipulagt, gert úttekt á og/eða annast að öllu leyti markaðssetningu fyrir viðskiptavini okkar á eftirfarandi miðlum:

Undirbúningur verkefna sem snúast um markaðssetningu á samfélagsmiðlum felur iðulega í sér verkþætti eins og samkeppnisgreiningu, leitarorðagreiningu, vefúttektir og almenna markaðsgreiningu.