Sýnileikapróf – Leitarorðavöktun

Úttekt og vöktun á sýnileika á leitarvélum

(visibility testing/monitoring)

Regluleg vöktun á sýnileika vefsins gegn þeim leitarfrösum sem hefur verið ákveðið að sækjast eftir að finnast eftir. Sýnileikapróf og leitarorðavöktun gerir okkur kleyft að meta árangur þeirra (SEO) aðgerða sem gripið hefur verið til, og ennfremur að bregðast strax við ef einhverjar ytri eða innri aðstæður hafa óæskileg (eða æskileg!) áhrif á leitarvélasýnileika okkar efnis.

Það er mjög misjafnt eftir þörfum og samkeppnisumhverfi hvað svona vöktun þarf að vera umfangsmikil og fer allt upp í þúsundir leitarfrasa hjá fyrirtækjum þar sem flækjustig þjónustunnar er hátt. Leitarorðagreining er ávallt fyrsti fasi sýnileikaprófunar eða -eftirlits.

Viðmiðunarmörk sýnileika (e. benchmarking)

Sýnileikapróf er sjálfsagður undanfari allrar vinnu sem miðast við að hafa áhrif á sýnileika vefs. Það er gert til að staðfesta stöðuna við upphaf verkefnis, viðmiðagreining (benchmark).  Eftir breytingar í vefnum sjálfum og/eða umhverfi hans er prófað reglulega til að sannreyna jákvæða þróun og fylgjast með árangri af leitarvélabestun.

Inntak notar nokkur sérhæfð tól til að stunda þetta eftirlit, sum þeirra al- og hálfsjálfvirk.