SEO Markmiðasetning | Stefnumörkun í sýnileika á leitarvélum

Góð og vel útfærð „strategía“ er sá grundvöllur sem leitarvélabestun þín mun byggjast á. Skýr og vel afmörkuð stefna í leitarvélabestun, sem er klæðskerasniðin að þínum markaði og markmiðum, mun auka möguleika fyrirtækis þíns að ná þeim sýnileika sem það þarf.

Það þarf að taka tillit til ýmissa þátta: Markaðsumhverfi þitt, hve kröftug samkeppnin er, hve duglegir keppinautar þínir eru að leitarvélabesta sína vefi, og ekki síst: efni, inntak, framsetning og tæknilegt ásigkomulag vefs þíns hafa bein áhrif á það hvaða stefnu er nauðsynlegt að taka, og hvaða þætti þarf að leggja áherslu á við leitarvélabestun þinna eigin vefja.

Þróun á SEO strategíu:

Áður en hafist er handa við stefnumörkun í sýnileika er nauðsynlegt að fara út í leitarorðagreiningumarkaðsúttekt og sýnileikaprófun. Með frekari úrvinnslu þessarra þátta getum við aðstoðað þig við að finna skapandi leiðir til að auka sýnileika þíns vefs/fyrirtækis gegn réttum fyrirspurnum.

Hvað færðu?

Við látum þér í té, á verkskilafundi, ítarlega úttekt í formi Word eða Powerpoint skýrslu sem gefur þér ítarlegt yfirlit yfir helstu kosti sem eru til boða miðað við þínar markaðsaðstæður og markmið.

Áður en vinna okkar hefst þurfum við að hitta markaðs- og vefstjóra til að öðlast skilning á þeim tæknilegu og praktísku takmörkunum sem kunna að vera fyrir hendi, og einnig til að heyra um markmið og væntingar sem gerðar eru til vefsins, nú og í framtíðinni.