Keppinautar vefs þíns í sýnileika á niðurstöðusíðum Google (og annarra leitarvéla) eru ekki endilega hinir “fýsísku” keppinautar fyrirtækisins. Í þessu samhengi eru keppinautarnir þeir vefir sem verma efstu sætin á Google gegn leitarfrösunum sem þú og þitt fyrirtæki sækjast eftir að finnast gegn. Samkeppnisgreining leitast oftast við að þekkja styrkleika og veikleika keppinautanna.

Það þarf að taka tillit til ýmissa þátta: Markaðsumhverfis þíns, hve kröftug samkeppnin er, hve duglegir samkeppnisaðilarnir eru að koma sínum vörum / þjónustu / málstað á framfæri og svo framvegis.

Djúpgreining á samkeppnisumhverfi þínu leiðir undantekningalaust í ljós ónýtt, og stundum óvænt tækifæri til betri árangurs.