PPC – Greiddar leitarniðurstöður

Þegar talað er um PPC (pay per click) eða greiddar leitarniðurstöður er oftast átt við allar auglýsingar á netinu þar sem þarf að greiða fyrir hvern smell. Kostir við þessa nálgun eru ýmsir, þeir helstir að í flestum tilvikum er hægt að öðlast sýnileika mjög fljótt og einnig er hægt að miða mjög nákvæmlega á markhópa þína… þú sýnir auglýsinguna aðeins þeim sem eru mjög líklegir til að vilja smella á hana.

Hér er það helsta á þessum vettvangi sem við höfum sérhæft okkur í.

 • Google texta auglýsingar (í leitarniðurstöðum Google)
 • Google display auglýsingar (Út um allan vef, í „display networki“ Google)
  • Þar með taldar Google remarketing auglýsingar (aðeins sýndar þeim sem hafa þegar heimsótt vefinn þinn, eða tilteknar síður í honum)
 • Auglýsingar á samfélagsmiðlum
  • Facebook
  • Instagram
  • Linkedin
  • Twitter
 • Youtube auglýsingar (munið að Youtube er næst-stærsta leitarvél veraldar)

Munið að það er ekki sjálfgefið að allir markhópar þínir velji Google. Við getum líka aðstoðað við auglýsingar á öðrum leitarvélum, svo sem Bing, Yahoo, Yandex eða Baidu.

Góður náttúrulegur sýnileiki eða „organic visibility“ þarf alls ekki að tákna að þér sé óhætt að líta framhjá greiddum leitarniðurstöðum. Samspil beggja er í lang flestum tilvikum ákjósanlegt. Til dæmis er algengt að greiddar herferðir gefi mjög góðar vísbendingar um verðug sýnileika-markmið.