Markaðsgreining | Internet/Leitarvéla/SEO | Net-frammistaða metin

SEO markaðsgreining gefur þér innsýn inn í hvernig efnið þitt finnst og hvernig þín framsetning kemur út, frá sjónarhóli leitarvélanna og notenda þeirra. Út frá þessarri stöðu er hægt að hefjast handa við að öðlast eða auka sýnileika með eiginlegri leitarvélabestun.

Með yfirgripsmikla þekkingu á helstu leitarfrösum og leitarhegðun markópa þinna er næsta skrefið að gera ítarlega úttekt á því markaðsumhverfi sem þú hrærist í/ætlar að sækja á. Það þarf að kortleggja hverjir helstu keppinautarnir eru, merkja hve hörð samkeppnin er í sýnileika á leitarvélum og greina helstu sóknarfæri sem þar er að finna.

Markmiðið er að gera áætlun um hvernig er best að herja á markaðinn með sem árangursríkustum hætti, hvaða nálgun/aðferðum þarf að beita og hve miklu þarf að kosta til að ná þeirri stöðu sem gefur bestan árangur. Þetta eru grunnþættir að góðri SEO-markmiðasetningu sem uppfyllir þínar þarfir og hjálpar þér að ákveða nauðsynlegan lágmarks sýnileika, finna ódýrustu leiðir til að komast í beint samband við viðskiptavinina, sem sagt lægsta mögulega „ROI“

Inntak hefur réttu tólin, þekkinguna og reynsluna til að útfæra Leitarvélamarkaðsgreiningu sem fellur að þínum markmiðum

Hvað færðu?:

  • Úttekt á markaðnum, miðað við mikilvægustu leitarfrasa í þínum geira (Leitarorðagreiningin)
  • Yfirsýn yfir helstu keppinauta þína í sýnileika á leitarvélunum (Samkeppnisgreining)
  • Úttekt á því hvað þarf að taka til bragðs til að bæta stöðu þína (Drög að leitarvélabestun)