Leitarorðagreining (Keyword Research)

Hvaða leitarorð notar markhópurinn þinn?

Leitarorðagreining gefur þér innsýn inn í leitarhegðun markhópa þinna. Vel útfærð leitarorðagreining er sá grundvöllur sem margir aðrir þættir markaðsferlisins byggjast á.

Áður en hafist er handa við að „leitarvélabesta“ vefinn þinn eða skipuleggja Google auglýsingaherferð er algjört grundvallaratriði að kortleggja hvernig markhópar þínir haga sér á leitarvélunum, þegar þeir eru að leita að vörum þínum eða þjónustu.  Hver er “netkúltúr” hinna ýmsu markhópa? Hvernig er tungutak þeirra? Hvaða orðalag nota þeir í sinni leit?

Með ítarlegri leitarorðagreiningu getum við bæði hjálpað þér að finna mikilvægustu leitarfrasana fyrir þitt fyrirtæki og einnig að greina ýmsa aðra mikilvæga þætti í leitarhegðun markhópanna.

Helstu leitarfrasarnir – Mikilvægustu leitarorðin á þínu sviði

Mikilvægustu leitarfrasarnir eru sambland þeirra leitarfrasa sem flestir nota við leit sína, og þeirra frasa sem raunhæft er að keppa að sýnileika gegn. Eða ef fyrirtæki þitt er „brand-orienterað“, þau leitarorð sem eru mikilvægust fyrir vörumerki þitt eða „bransa“.

Frekari úrvinnsla leitarorðagreiningar skilar lista af þeim leitarfrösum sem þú þarft að leggja sérstaka áherslu á við að leitarvélabesta vef þinn. Orðfærið sem þú ættir að velja í umfjöllun um fyrirtækið, þjónustu þess, lausnir og/eða vörur

Leitarhegðun – Greining mynstra í leitarhegðun

Ef þú ert með vefverslun, ef vefurinn þinn er mjög stór eða ef hann uppfærist ört er mjög brýnt að kortleggja hegðun þeirra sem leita enn frekar.

Leitarorðagreiningin inniheldur greiningu á helstu þáttum varðandi leitarhegðun viðskiptavina þinna. Þessar niðurstöður nýtast síðan við textaskrif fyrir síður vefsins, fyrirsagnir hans og þegar kemur að því að „besta“ Titla, „Meta-description“ og fleiri svæði einstakra síðna.

Leitarorðagreining beinist aðallega að eftirfarandi:

  • Finna leitarfrasa sem eru viðeigandi fyrir þitt svið (þína viðskiptavini)
  • Skipting leitarfrasa upp í klasa með efnistök, lendingarsíður eða auglýsingahópa (ad-groups), í huga
  • Samheitum og mismunandi útfærslum á orðalagi
  • Notkun á tölu, falli, greini og öðrum málfars- og málfræðiþáttum sem skipta máli
  • Dæmigerð auka- eða hjálparorð
  • Helstu misritanir/stafsetningarvillur

Hvað færðu?

  • Lista yfir þá leitarfrasa sem eru viðeigandi eða ákjósanlegir miðað við þinn markhóp
  • Uppflokkun listans miðað við notkun/fyrirætlanir (efnisskrif, lendingarsíður, auglýsingahópa)
  • Aðrar gagnlegar upplýsingar/ábendingar sem koma fram við þessa rannsóknarvinnu