Leitarvélabestun (SEO)

Leitarvélabestun (SEO) er hugtak sem nær yfir allt sem hægt er að gera til að finnast betur á leitarvélum internetsins. Inntak notast eingöngu við viðurkenndar aðferðir og forðast allt sem gæti valdið því að leitarvélar grípi til refsiaðgerða.

Ef góður árangur á að nást í hörðu samkeppnisumhverfi er leitarvélabestun nokkuð flókið ferli sem samanstendur af nokkrum grundvallarþáttum. Dæmigert verkferli skiptist í eftirfarandi verkþætti. Smelltu á fyrirsagnirnar til að finna nánari útlistun.

Leitarorðagreining

  • Það er nauðsynlegt að vita hvernig væntanlegir viðskiptavinir orða leitina eða spurninguna sína ef þinn vefur ætlar að veita svörin. Vel útfærð leitarorðagreining veitir einnig upplýsingar um notkunartíðni hvers orðs/frasa

Markaðsgreining

  • Það er mikilvægt að þekkja hina ýmsu notendur/viðskiptavini sína, hvar þeir eru (í heiminum og á netinu) og vita hvernig þeir hegða sér á leitarvélunum.
  • Hvernig er þeirra “netkúltúr”? Það er ótrúlega mikill munur á net-hegðun þjóða, jafnvel í nágrannalöndum. Einnig hinna ýmsu aldurshópa.

Samkeppnisgreining

  • Það er ekki síður mikilvægt að þekkja samkeppnina, sérstaklega þá sem eru að gera góða hluti á vefnum.

Markmiðasetning (sýnileikamarkmið)

  • Út frá Leitarorða- og Markaðsgreiningu er hægt að setja sýnileikamarkmið, sem taka mið af núverandi stöðu vefsins og skilgreina eftir hvaða leitarfrösum og frasaklösum við viljum finnast. Hvað er okkar “kjörlendi”?. Í hvaða (net)umhverfi ætlum við að hrærast

Tæknileg úttekt

  • Ef stefnt er að hámarks árangri er nauðsynlegt að tæknileg framsetning vefs/efnis hugnist leitarvélunum

Úttekt á innihaldi og texta vefs

  • Efni vefs, jafnt inntak sem útfærsla, þarf að vera hugsað út frá þörfum þeirra sem leita að þjónustu/vöru okkar

Tenglauppbygging

  • Ef vefurinn inniheldur gott og gagnlegt efni munu aðrir vefir vísa á hann. Það er má gera ýmislegt til að hraða því ferli. Mikilvægast er að muna að það stoðar ekkert að fullyrða við leitarvélarnar að vefurinn þinn sé besta svarið við tilteknum spurningum nema það sé satt

Samfélagsmiðlar

  • Sýnileiki á hinum ýmsu samfélagsmiðlum getur haft veruleg áhrif á árangur varðandi sýnileika í leitarvélunum

Oftast er það samspil allra þessarra þátta sem ræður úrslitum í leitarvélamarkaðssetningu. Í harðri samkeppni er nauðsynlegt huga að þeim öllum til að ná hámarks árangri.

Við getum aðstoðað þig og markaðsteymi þitt við að fara í gegn um þetta ferli, frá greiningu grundvallarþátta, til markmiðasetningar og útfærslu. Markmið okkar er alltaf að skilja eftir þekkingu sem nýtist til framtíðar og auka skilning á eðli netsins sem markaðsmiðils.