Markaðssetning á netinu

Hafðu stjórn á framsetningu þíns efnis á netinu

Við skipulag netmarkaðssetningar ber að hafa í huga að engin ein nálgun er hin eina, besta eða rétta þegar markaðssetning á netinu er annars vegar. Áður en markaðsáætlun er gerð þarf fyrst að finna út eða ákveða hver markhópurinn eða markhóparnir okkar eru.  Miða síðan allt markaðsframtak okkar við það hvar markhóparnir halda sig á netinu, og í framhaldi af því… Ef undirbúningsvinnan er góð, ákveðum við nákvæmlega hvar og hvenær við viljum að okkar skilaboð hitti í mark.

Flókið?  Við hjá Inntak Digital höfum tamið okkur að gera þetta einfalt og hnitmiðað… og höfum lært, að því meira sem við kennum viðskiptavinum okkar, þess árangursríkara og ánægjulegra verður samstarfið.

En svo vilja sumir bara að við sjáum um þetta allt, svo þeir geti einbeitt sér að því sem þeir eru góðir í.

Við erum staðfestir og viðurkenndir samstarfsaðilar:

Google PartnerBing ads Accredited Professional Facebook Business Manager