Vefstjóri til leigu

Réttlæta vefumsvif fyrirtækisins það að ráða sérstakan vefstjóra?

Eða er hagkvæmara að útvista þeirri vinnu með það að markmiði að koma vefnum í það horf að það sé hægt að reka hann með lágmarks vinnuframlagi. Þetta fyrirkomulag getur verið ráðlegt í litlum eða meðalstórum fyrirtækjum þar sem uppfærsla og frammistaða vefsins er e.t.v. ekki úrslitaatriði, eða þar sem uppfærslur og viðhald er ekki daglegt.

Við höfum mikla reynslu í því að hafa reglubundið eftirlit með vefjum og vef-umhverfi viðskiptavina, þar sem þess er gætt að vefurinn sé ætíð fullvirkandi, allar tilvísanir þriðja aðila séu réttar og uppfærðar og að það verði aldrei þjónustufall, óútskýrt hrun í sýnileika eða brestur á notagildi hans.