Google Adwords auglýsingar (PPC)

Google Adwords er fljótlegasta og hnitmiðaðasta leiðin til að koma þínum skilaboðum beint til markhópsins, einmitt á því augnabliki sem hann er að leita að þinni þjónustu/vöru/lausn… og þú greiðir aðeins þegar það er smellt á auglýsinguna þína.

Vel útfærð leitarorðagreining tryggir að það er aðeins verið að kaupa leitarfrasa sem eru líklegir til að skila þeim árangri sem þú ætlast til. Frekari slípun herferðarinnar tekur tillit til þess hvaða nálgun skilar besta árangrinum. Samkeyrsla upplýsinga úr Google Adwords og Google Analytics leiðir stöðugt í ljós ný tækifæri og gerir kleyft að fínpússa markaðsátakið jafnt og þétt.

Hvers vegna að nota Google Adwords?

Jafnvel þótt allt sé vandlega gert getur tekið tíma að ná náttúrulegum (organic) sýnileika fyrir vefinn þinn á Google. Þetta á sérstaklega við ef þú ert að keppa í óvægnu samkeppnisumhverfi. Með Google Adwords er hægt að tryggja sér sæti í leitarniðurstöðum strax. Með því að halda vel á spöðunum er hægt að skjóta keppinautum ref fyrir rass á lægra verði en þeir eru að greiða fyrir smellina.

Hafðu samband og spurðu okkur hvernig.