Gleðilegt Sumar – Inntak í annan gír

Markaðssetning á netinuFyrsta rekstrarár Inntaks var að mestu helgað einum viðskiptavini, en nú hefur það verkefni minnkað að vöxtum svo það verður ráðrúm til að sinna fleirum.

Við fórum á hina glæsilegu og myndarlegu #BrightonSEO ráðstefnu í apríl til að hitta “kollega” og vini og verða okkur úti um innblástur og það svínvirkaði að sjálfsögðu. Hin öra þróun nýrra leiða og nýrra tækifæra er eitt af því sem gerir markaðssetningu-á-netinu svo endalaust skemmtilega, en það er líka gaman að sjá að INNTAKIÐ er alltaf það sem skiptir mestu máli. Við erum á grænni grein.